Lífsýnasöfn

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 18:07:53 (675)

1998-10-22 18:07:53# 123. lþ. 16.5 fundur 121. mál: #A lífsýnasöfn# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 123. lþ.

[18:07]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er um efni sem við höfum þegar rætt nokkuð og hv. þm. svaraði ekki en velti fyrir sér, þ.e. hvort selja megi aðgang að lífsýnum. Ég hefði kosið að hv. þm. lýsti skoðun sinni á málinu. En alveg sérstaklega vil ég hugsa svolítið lengra, þ.e. hvað um upplýsingar sem unnar eru úr þessum sýnum? Mér fannst hv. þm. vera að velta fyrir sér sýnunum sem fýsískum eindum eða sem efnafræðilegu safni, en ekki upplýsingunum sem úr því eru unnar, e.t.v. með samkeyrslu við alls konar aðrar upplýsingar, ættfræðilegar o.s.frv. Hvað um eignarhaldið á því?