Lífsýnasöfn

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 18:34:50 (685)

1998-10-22 18:34:50# 123. lþ. 16.5 fundur 121. mál: #A lífsýnasöfn# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 123. lþ.

[18:34]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér féllu orð áðan í þá veru, raunar frá hæstv. ráðherra, að hv. heilbr.- og trn. gæti eiginlega tekið sér þann tíma sem hún teldi sig þurfa til þess að fara yfir málið. Áðan talaði formaður þeirrar þingnefndar og ég vil spyrja hv. þm. Össur Skarphéðinsson að því hvert viðhorf hans sé til tengslanna á milli þessa máls og frv. ríkisstjórnarinnar um gagnagrunn á heilbrigðissviði.

Spurning mín er þessi: Kemur til greina að afgreiða frv. um gagnagrunn á heilbrigðissviði með þetta mál ófrágengið? Ég hef ítrekað það, virðulegur forseti, að röðin eigi að vera þessi: Persónuverndarlögin, endurskoðuð tölvulög númer eitt. Þetta frumvarp númer tvö. Þriðja málið sem væri til hugsanlegrar afgreiðslu er frv. um gagnagrunn á heilbrigðissviði.