Lífsýnasöfn

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 18:36:18 (686)

1998-10-22 18:36:18# 123. lþ. 16.5 fundur 121. mál: #A lífsýnasöfn# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 123. lþ.

[18:36]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég svara spurningu hv. þm. játandi. Ég held að það sé engin frágangssök að afgreiða frv. til laga um miðlægan gagnagrunn fyrst og síðan þetta. Ég held að það sé engin frágangssök. Ég sé ekki augljósan þráð á milli þessara tveggja frumvarpa en vakti máls á því í ræðu minni áðan að hv. þm. Hjörleifur Guttormsson hefði hins vegar skýrt út ákveðinn farveg sem kynni að liggja á milli þessara frumvarpa. Ég á erfitt með að skilja í því frv. sem við erum að ræða hvers vegna þörf er á því að setja inn þetta ákvæði um að sýni sem tekin eru við þjónusturannsóknir hafi greiða leið inn í lífsýnabanka, eins og ég hef sagt, á spítölum eða einkafyrirtækjum. Ég skil það ekki og hæstv. ráðherra á eftir að skýra það út fyrir mér.

En spurningunni svara ég að öðru leyti játandi.