1998-11-02 15:02:20# 123. lþ. 17.91 fundur 87#B ÓHann fyrir EOK, ÞBack fyrir HG, JörG fyrir ÁE, BG fyrir KH, DH fyrir ÞorstP, LRM fyrir KHG#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:02]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hafa svohljóðandi bréf er varða innkomu varaþingmanna:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Ólafur Hannibalsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Einar Oddur Kristjánsson, 3. þm. Vestf.``

Ólafur Hannibalsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.

Þá er hér svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Samtaka kvennalista í Reykjaneskjördæmi, Bryndís Guðmundsdóttir kennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn.``

Bryndís Guðmundsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Enn er svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Alþb. í Austurlandskjördæmi, Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Hjörleifur Guttormsson, 4. þm. Austurl.``

Þuríður Backman hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Og svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum mánudaginn 2. nóvember nk. óska ég eftir því að 1. varamaður Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi, Drífa Hjartardóttir, taki sæti mitt á Alþingi næstu tvær vikur.

Virðingarfyllst, Þorsteinn Pálsson.``

Drífa Hjartardóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Og svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Alþb. í Vestfjarðakjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Kristinn H. Gunnarsson, 5. þm. Vestf.``

Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.