Nemendagarðar við Kennaraháskólann á Laugarvatni

Mánudaginn 02. nóvember 1998, kl. 15:52:54 (746)

1998-11-02 15:52:54# 123. lþ. 17.2 fundur 84#B nemendagarðar við Kennaraháskólann á Laugarvatni# (óundirbúin fsp.), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:52]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svörin. Skólastarf á Laugarvatni skiptir Sunnlendinga og landsmenn alla mjög miklu máli. Í raun styrkir hver skólinn annan á Laugarvatni. Þess vegna er eins og fram hefur komið um mjög brýnt mál að ræða. Starfsemi íþróttakennaraskorarinnar á Laugarvatni má aldrei flytjast til Reykjavíkur. Því er grundvallaratriði að hægt verði að byggja upp nemendagarða á Laugarvatni.

Ég endurtek þakkir mínar til hæstv. félmrh. og ég treysti hæstv. ráðherra best til að berjast fyrir þessu máli með okkur.