Fjáraukalög 1998

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 14:15:15 (780)

1998-11-03 14:15:15# 123. lþ. 18.8 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[14:15]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Hv. fyrirspyrjandi er nú sennilega helsti sérfræðingur hér í sal um málefni lífeyrissjóða og tengdum hlutum. Ég man það ekki í svipinn hversu mikil lífeyrisskuldbindingin verður orðin að loknu þessu ári en ljóst er að hún er vel yfir 150 milljarða kr., sennilega rúmlega 160 milljarðar kr.

En það sem er að gerast er þó að hér er verið að leggja til hliðar fyrir þeim skuldbindingum, taka þær með í reikninginn sem ekki hefur verið gert áður, og áætla fyrir þeim greiðslum í framtíðinni. Ég held að það sé það merkilega að því er þetta atriði varðar sem hér er að gerast.

Varðandi vextina þá hef ég þann kostnað ekki á takteinum enda kemur hann ekki til greiðslu heldur er þetta útreiknuð vaxtaskuldbinding sem ekki kemur til útborgunar og er ekki gjaldfærð með sama hætti og venjulegir vextir af lánum. Þetta hygg ég að hv. fyrirspyrjandi þekki nú reyndar mun betur en ég. Þetta er það besta svar sem ég get gefið á þessu stigi við þessum ágætu spurningum.