Fjáraukalög 1998

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 16:07:50 (790)

1998-11-03 16:07:50# 123. lþ. 18.8 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[16:07]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru málefni sem munu koma til umræðu innan skamms sem sérstakt þingmál. Því er ástæðulaust að fara út í þessa sálma hér í smáatriðum en þó vildi ég leiðrétta að 100 þús. kr. gjaldið leggst einungis á bíla sem eru 14 tonn eða þyngri. Þar fyrir utan má geta þess að kílómetragjald í þessum þungaflutningum hefur lækkað en á móti var afsláttur felldur niður o.s.frv. Þetta er því flókið mál og þarna er samspil fleiri gjalda eins og bifreiðagjalds og vörugjalds á nýjum tækjum. Því er ástæðulaust að fjölyrða frekar um þetta en ég er sannfærður um að við munum öll eins og hv. þm. gera okkar besta til að greiða úr þessari flækju. Þetta er ekki einfalt mál eins og hv. þm. veit.