Skattfrádráttur meðlagsgreiðenda

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 17:35:12 (810)

1998-11-03 17:35:12# 123. lþ. 18.14 fundur 120. mál: #A skattfrádráttur meðlagsgreiðenda# þál., Flm. ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[17:35]

Flm. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Rétt er það að vandi jöfnunarsjóðs er mikill. Rétt er það að sá sem tekur við meðlaginu er síst ofhaldinn og þyrfti í raun og veru að fá meira. Ef meðlagsgreiðendur fengju með einhverjum hætti skattaívilnanir, og þá erum við ekki að tala um alla heldur við sérstakar aðstæður þar sem menn eru komnir í mikinn vanda. --- Þetta er allt rétt. En það breytir ekki þeirri staðreynd að vandinn er fyrir hendi. Lífið er ekki bein lína hjá öllum. Menn geta lent í viðlíka erfiðleikum og hv. þm. sem talaði á undan mér gat um. Það eru ærnar ástæður fyrir því að margir lenda í erfiðleikum. Það breytir því ekki að þessir menn eiga mjög erfitt með að standa í skilum, ríkissjóður verður af tekjum vegna þess að þeir geta ekki komið að fullu heilir til starfa og stofnað fjölskyldur með þeim sóma sem þeir vilja. Það breytir því ekki að á þessu þarf að taka og leysa þennan vanda.