Fjöldi starfsmanna í menntamálaráðuneyti

Miðvikudaginn 04. nóvember 1998, kl. 15:05:35 (863)

1998-11-04 15:05:35# 123. lþ. 20.1 fundur 130. mál: #A fjöldi starfsmanna í menntamálaráðuneyti# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 123. lþ.

[15:05]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Hér fer fram áhugaverð umræða um fjölgun eða fækkun starfa vegna yfirfærslu grunnskólans en fróðlegt væri ef hæstv. menntmrh. gæti í þessu samhengi reitt fram tölur um það hve mikið störfum hafi fjölgað við grunnskólana síðan grunnskólinn var fluttur yfir til sveitarfélaganna. Á landsþingi Sambands sveitarfélaga nú í haust kom fram að sú fjölgun er langt umfram lagaskyldu. Sveitarfélögin hafa tekið á sig mun meira en lagaskyldan býður og aukið þjónustuna. Er hæstv. menntmrh. með tölur um þessa aukningu og getur hann reitt þær fram, þó ekki væri nema þannig að hlypi á tugum.