Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 13:03:46 (933)

1998-11-05 13:03:46# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[13:03]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði hæstv. ráðherra frá því áðan að ég sat ráðstefnu umhvrh. þar sem farið var vandlega yfir þessi mál núna fyrir Buenos Aires ráðstefnuna. Ég hef kynnt mér þessi mál. Þetta eru bara atvinnuhættir gærdagsins. Síðast í gær var birt mikið arðsemismat um verðmæti hálendisins, ósnortinnar náttúru Íslands. Það er kominn tími til að snúa blaðinu við og verða ekki heimsþekkt fyrir skítakvóta. Það er kominn tími til að breyta um stefnu í þessum efnum og svo sannarlega vona ég að samfylkingin komist hér að og breyti um stefnu.