Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 14:04:44 (937)

1998-11-05 14:04:44# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÓHann (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[14:04]

Ólafur Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka utanrrh. fyrir þessi svör. Mér finnst að þau hafi leitt í ljós að Ísland hefur þá komið miklu nær og meira að gerð þessa samnings en ég gerði mér grein fyrir. Vissulega er eflaust þörf á því að einhverjar alþjóðlegar reglur gildi í þessu efni en eins og ég hef séð þennan samning presenteraðan þá finnst mér hann nánast forkastanlegur í því hvað hann gerir alþjóðafyrirtækjunum hátt undir höfði en þjóðríkjunum lítið.

Að lokum vil ég spyrja hæstv. utanrrh. um leið og ég þakka honum fyrir svör hans: Verða ekki öll gögn varðandi þetta mál lögð fyrir utanrmn. og mögulega efh.- og viðskn. þannig að þær geti fylgst með? Eins og ég nefndi áðan hafa orðið uppþot á þjóðþingum víða þar sem þessi sáttmáli hefur verið kynntur og ég vænti þess að Alþingi fái að fylgjast með frekari framvindu þessara mála.