Mælendaskrá í utandagskrárumræðu

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 17:36:32 (1000)

1998-11-05 17:36:32# 123. lþ. 21.94 fundur 98#B mælendaskrá í utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), SJS
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[17:36]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Mér finnst það verði að gilda jafnræði milli málshefjanda og þess sem fyrir svörum er. Ef ráðherrann fær að taka þrisvar til máls og bregðast við og svara þá finnst mér ósanngjarnt annað en að hið sama gildi um málshefjanda. Ef á annað borð er horfið frá þeirri skipan að leyfa ekki umræður eftir að málshefjandi og ráðherra hafa tekið til máls seinna skiptið, þá tel ég ekki annað ganga en að gætt sé jafnræðis milli þeirra.

Það eru atriði í máli hæstv. ráðherra sem komu hér fram í síðustu ræðu hans sem ég hefði gjarnan viljað svara og hefði ekki átt minni rétt til en aðrir.