Hvalveiðar

Fimmtudaginn 12. nóvember 1998, kl. 11:58:46 (1060)

1998-11-12 11:58:46# 123. lþ. 23.19 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál., ÓHann (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 123. lþ.

[11:58]

Ólafur Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er eins og margt annað sem kemur frá hv. þm. Pétri Blöndal, stórmerk tillaga og frumleg. Ég vildi bara spyrja hann, vegna þess að hann er sá okkar þingmanna sem er talinn hafa hvað mest viðskiptavit: Á þetta að gerast á vegum ríkisins eða verða einkaaðilar til þess að hefja hvalveiðarnar, sjóða hvalinn niður í dósir og gefa þær?