Vegabréf

Mánudaginn 16. nóvember 1998, kl. 16:44:55 (1108)

1998-11-16 16:44:55# 123. lþ. 24.26 fundur 231. mál: #A vegabréf# frv., dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 123. lþ.

[16:44]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Vegna ræðu hv. 1. þm. Vestf. vil ég segja, sem reyndar kom fram í máli hans, að gert er ráð fyrir því að menn geti sótt um vegabréf hjá næsta sýslumanni. Að þessu leyti er ekki verið að raska á neinn hátt þeirri þjónustu sem menn hafa í dag þó að sjálf útgáfa vegabréfanna verði færð til ríkislögreglustjóra.

[16:45]

Varðandi hugmynd hv. þm. að staðsetja hugsanlega þann hluta af starfsemi ríkislögreglustjóraembættisins annars staðar en í Kópavogi þá finnst mér mjög eðlilegt, eins og hv. þm. lagði til, að hv. allshn. skoði þá hugmynd og fari yfir hana. Ég tel að að gefnu þessu tilefni sé bæði rétt og eðlilegt að svo verði gert og það verði þá einfaldlega metið.