Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997

Þriðjudaginn 17. nóvember 1998, kl. 14:24:46 (1165)

1998-11-17 14:24:46# 123. lþ. 25.12 fundur 106#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997# (munnl. skýrsla), 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 123. lþ.

[14:24]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vakti aðeins athygli á því að sá maður, sem stóð fyrir könnun þeirri sem þáltill. hæstv. forsrh. og ríkisstjórnarinnar um byggðamálin byggist á og þekkir manna gerst til vandamála landsbyggðarinnar, ritaði grein í Morgunblaðið 12. nóv. með tillögum sínum um hvað bæri að gera. Þar hafði hann allt aðra skoðun á málum en kom fram hjá hæstv. forsrh., t.d. hvað varðar veiðileyfagjald.

Ég túlkaði, virðulegi forseti, ekki orð Stefáns Ólafssonar prófessors frjálslega. Ég las orðrétt upp tilvitnanir úr grein hans. Það er ekki að túlka orð frjálslega heldur að túlka þau nákvæmlega.