Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997

Þriðjudaginn 17. nóvember 1998, kl. 19:31:14 (1218)

1998-11-17 19:31:14# 123. lþ. 25.12 fundur 106#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997# (munnl. skýrsla), 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 123. lþ.

[19:31]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. hefur talað fjálglega um að þetta sé einhvers konar sovét-byggðatillaga og hún eigi miklu meiri skírskotun til miðstýringar en nokkru sinni einkavæðingar, sem hv. þm. er nú fylgjandi eins og hefur komið fram í mörgum ræðum hans. Þess vegna vil ég beina þeirri einföldu spurningu til hv. þm.: Styður hann tillögu forsrh. um byggðaáætlun?