Útsendingarstyrkur ljósvakamiðla á Suðurnesjum

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 14:16:05 (1249)

1998-11-18 14:16:05# 123. lþ. 26.2 fundur 34. mál: #A útsendingarstyrkur ljósvakamiðla á Suðurnesjum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[14:16]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu máli. Þetta er vandamál á fleiri stöðum en á Suðurnesjum. Við þetta vandamál er að stríða t.d. á Suðurlandi. Ég ek mjög gjarnan á milli Hvolsvallar og Reykjavíkur og ætli ég þurfi ekki að skipta um rás á að giska þrisvar sinnum til að halda Ríkisútvarpinu inni hvort sem það er á Rás 1 eða Rás 2. Hins vegar þegar ég hlusta á einkaútvarpsstöð eins og Útvarp Suðurland þarf ég aldrei að skipta um stöð. Geisli þeirra er svona mun sterkari.

Sömu sögu er að segja um Íslenska útvarpsfélagið, að mun betri skilyrði eru fyrir það. Það er auðvitað til vansa fyrir Ríkisútvarpið að vera ekki með betri útsendingarskilyrði á landinu öllu þar sem við borgum afnotagjald af þessum ágæta fjölmiðli okkar.