Fjarnám

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 14:45:44 (1264)

1998-11-18 14:45:44# 123. lþ. 26.4 fundur 221. mál: #A fjarnám# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[14:45]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra fyrir að hreyfa þessu máli og fyrir góð svör.

Fjarnám er ákaflega mikilvægt og kann að koma í veg fyrir eina ástæðu flutnings fólks af landsbyggðinni. Nú þurfa menn ekki lengur að senda börn sín til náms í Reykjavík. Fjarnámið og netið mun breyta öllu námi og líka skólunum og skipulagi skóla. Það mun jafnvel breyta kröfum til skólabygginga. Sérstaklega held ég að leggja þurfi áherslu á að hanna námsgögn sem henta netinu. Ég skora á hæstv. menntmrh. að gera sérstakt átak í skipulagi fjarnáms og alveg sérstaklega til að gera átak í að útvega nýtt námsefni.