Nýtt greiðslumat

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 15:50:46 (1296)

1998-11-18 15:50:46# 123. lþ. 26.9 fundur 188. mál: #A nýtt greiðslumat# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[15:50]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það er ekki hugmyndin að þrengja matið, stugga frá eða loka kerfinu fyrir mönnum. Menn eru, eins og ég sagði áðan, að prófa sig áfram með því að reikna út umsóknir samkvæmt báðum kerfum og reyna að finna þar einhvern skynsamlegan ballans. Ég vænti þess að það takist. Ég endurtek það sem ég sagði að ég held að þetta sé skynsamlegri uppbygging, þ.e. eins og hér hefur verið lagt til, að taka upp neysluviðmiðun eða taka hana inn í greiðslumatið. Ég held að það sé framfaraspor.

Hitt er svo annað mál og ég vil leggja áherslu á það að persónuleg ráðgjöf lánastofnunar hlýtur að verða mjög mikilvæg í þessu sambandi og það sé mjög mikilvægt að fólk sé ekki að flana eða sé spanað út í fjárfestingar sem það fyrirsjáanlega getur ekki staðið undir og því sé líka gert ljóst að það getur þurft að leggja hart að sér til þess að komast yfir viðkomandi eign.