Framkvæmd fjármagnstekjuskatts

Fimmtudaginn 19. nóvember 1998, kl. 11:10:09 (1326)

1998-11-19 11:10:09# 123. lþ. 27.91 fundur 110#B framkvæmd fjármagnstekjuskatts# (umræður utan dagskrár), fjmrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 123. lþ.

[11:10]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætlaði að segja það sama og hæstv. forseti. Þessi athugasemd var ekki um fundarstjórn forseta. Ég mun ekkert svara henni hér en ég mun ræða þessa fyrirspurn við betra tækifæri vegna þess að menn eiga ekki að misnota þá möguleika sem eru fyrir hendi að ræða fundarstjórn forseta til að bera fram efnislegar spurningar. Ég tek ekki þátt í því. Ég tók þátt í að semja þingsköpin sem um þetta fjalla. En þetta gengur ekki. Ég skal svara spurningunni við eðlilegt tækifæri og fyrsta tækifæri. (ÖS: Hvers vegna svaraði ráðherrann ekki spurningunni áðan?) Það var vegna þess að ekki var tími til þess, eins og þingmaðurinn hefur kannski tekið eftir. Það var barið í bjölluna.