Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 19. nóvember 1998, kl. 13:04:42 (1342)

1998-11-19 13:04:42# 123. lþ. 27.2 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 123. lþ.

[13:04]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka að mér líst nokkuð vel á þessar tillögur og er þeirrar skoðunar að það kerfi sem við búum við í dag varðandi útstrikanir sé einskis virði, kjósandinn getur engu breytt. Það þarf svo gríðarlega miklar útstrikanir til að þær breyti einhverju. Þetta er í raun og veru óvirkt eins og það er í dag og þess vegna líst mér nokkuð vel á að gera eins og þarna er lagt til.