Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 19. nóvember 1998, kl. 13:05:24 (1343)

1998-11-19 13:05:24# 123. lþ. 27.2 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 123. lþ.

[13:05]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Kerfið eins og það er í dag byggir á því að sú niðurstaða verði sem fleiri kjósendur vilja. Flokkarnir raða upp listunum og kjósendur geta gert á þeim breytingar, annaðhvort breytt númerum eða strikað frambjóðanda alveg út. Það hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem vilja gera breytingar séu fleiri en hinir sem ekki vilja gera breytingar. Þannig er það í dag, að til þess að gera breytingu þurfa þeir kjósendur að vera fleiri sem vilja það en hinir sem vilja óbreytt. Ég get ekki fallist á að það sé óeðlilegt kerfi.