Rannsókn kjörbréfs

Fimmtudaginn 19. nóvember 1998, kl. 13:32:20 (1344)

1998-11-19 13:32:20# 123. lþ. 28.1 fundur 109#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 123. lþ.

[13:32]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 2. varaþm. Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, Kristín Jóh. Björnsdóttir sjúkraliði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþm. flokksins í Vestfjarðakjördæmi.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmanns.``

Undir þetta ritar Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf.

Enn fremur hefur borist svohljóðandi bréf:

,,Undirritaður, Ægir E. Hafberg, Setbergi 10, Þorlákshöfn, 1. varaþm. fyrir Alþýðuflokk -- Jafnaðarmannaflokk Íslands í Vestfjarðakjördæmi á yfirstandandi kjörtímabili, vill hér með koma eftirfarandi á framfæri:

Frá síðustu alþingiskosningum, þegar ég var kosinn varaþingmaður, hafa orðið þær breytingar á starfshögum mínum að mér er ókleift að mæta til Alþingis sem varamaður Sighvats Björgvinssonar alþingismanns. Frá minni hálfu verður þessi háttur á hafður út yfirstandandi kjörtímabil nema annað verði tilkynnt sérstaklega.

Þorlákshöfn, 17. nóvember.

Með vinsemd og virðingu, Ægir Hafberg.``

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Kristínu Jóh. Björnsdóttur sem er 2. varamaður á lista Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund áður en þingfundur hófst til þess að fjalla um kjörbréfið.