1998-11-30 15:21:27# 123. lþ. 29.91 fundur 122#B afgreiðsla heilbrigðis- og trygginganefndar á málum um gagnagrunn á heilbrigðissviði# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:21]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Mér finnst málflutningur hv. þingmanna sem hér hafa talað hæst dæma sig sjálfur. Og ég verð að segja af því tilefni að það er alveg ljóst að enginn reiðir annað fram úr sínum sjóði en það sem hann á.

Varðandi það að því hafi verið hafnað að taka þessi mál til meðferðar í hv. heilbr.- og trn. þá er það rétt að því var hafnað að gera það samhliða stjórnarfrv. Það er alveg ljóst að málin liggja í heilbr.- og trn. og verða þar til meðferðar. Það er því alls ekki hægt að saka meiri hluta nefndarinnar um ólýðræðisleg vinnubrögð. Það er undarleg túlkun, svo ekki sé meira sagt.