Desemberuppbót ellilífeyrisþega

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 15:30:36 (1417)

1998-11-30 15:30:36# 123. lþ. 29.1 fundur 113#B desemberuppbót ellilífeyrisþega# (óundirbúin fsp.), JóhS
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:30]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Mér fannst hæstv. forsrh. kasta steinum úr glerhúsi í þessari fyrirspurn þegar hann talar um útsvarshækkun í Reykjavík og sér ekki ástæðu til að lýsa því yfir úr ræðustól að gengið verði í það verk að hætta að skattleggja litla desemberuppbót sem lífeyrisþegar fá sem svo hart hefur verið ráðist á af hálfu ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það eru einungis um 8--14 þús. sem lífeyrisþegar fá meðan aðilar á vinnumarkaðnum fá 26 þús. kr. Bilið hefur breikkað milli þeirra sem fá lágmarkslaun og lífeyri í tíð þessarar ríkisstjórnar þannig að mér finnst að hæstv. forsrh. ætti að sjá sóma sinn í því að lýsa því yfir.

Skýringin á því að Reykjavíkurborg hefur þurft að hækka útsvar sitt er m.a. sá skuldahali sem sjálfstæðismenn skildu eftir sig og líklega má rekja 15 milljarða af 20 milljarða skuld Reykjavíkurborgar til ýmissa álagninga sem ríkið hefur beitt sér fyrir allt frá 1990, m.a. skerðingu á tekjum sveitarfélaga vegna útfærslu ríkisstjórnarinnar á fjármagnsskatti svo dæmi sé tekið.