Desemberuppbót ellilífeyrisþega

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 15:34:02 (1420)

1998-11-30 15:34:02# 123. lþ. 29.1 fundur 113#B desemberuppbót ellilífeyrisþega# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:34]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Skyldi það vera svo að með tveggja daga fyrirvara á sérstökum aukafundi í borgarstjórninni skuli þurfa að bregðast við einhverju sem gerðist hjá Reykjavíkurborg fyrir fimm, sex árum? Skyldi það vera svo? (JóhS: Hver var tilgangurinn?) Auðvitað er það ekki svo. En það var nauðsynlegt að koma þessu máli ... (Gripið fram í.) Ég hef þegar svarað því. --- (Gripið fram í.) Nei, þú vilt ekki heyra um það, hv. þm. Hvernig stendur á því að ---

(Forseti (GÁ): Hljóð í sal.)

Hvernig stendur á því að ... (Gripið fram í.) Hef ég orðið, hv. þm., eða ekki? (JóhS: Svaraðu því sem ég spurði um.) Bara þannig, ef ég svara eftir pöntun þinni, hv. þm. En þannig eru þingsköpin ekki. Þú skammtar mér það ekki. En það er augljóst að það sem gerist með tveggja daga fyrirvara á óreglulegum fundi borgarstjórnar er ekki í neinum tengslum við það sem gerðist fyrir fimm árum í borgarstjórn. Það veit hv. þm. og á ekki að reyna að bregða slíku fyrir sig.