Yfirlýsingar forsætisráðherra um útsvarsmál í Reykjavík

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 15:48:11 (1429)

1998-11-30 15:48:11# 123. lþ. 29.1 fundur 115#B yfirlýsingar forsætisráðherra um útsvarsmál í Reykjavík# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:48]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Til að fyrirbyggja allan misskilning og útúrsnúninga tíundaði ég hvað ég sagði í ræðu minni á fjármálaráðstefnunni. Ég tók það líka fram að hæstv. fjmrh. hefði varað stranglega við þeirri skuldasöfnun sem er hjá sveitarfélögunum, viðvarandi skuldasöfnun, og hann reifaði hugmyndir um samstarf ríkisvalds og sveitarfélaganna um samráð um fjármálastjórn í landinu. Ég tel að hæstv. forsrh. sé ágætlega inni í sveitarstjórnarmálum og ég dreg ekki í efa að hann fylgist með fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Hitt er svo annað mál að ýmsar leiðir eru til að laga skuldastöðuna. Það er t.d. hægt að draga úr þjónustu. Það gæti vel verið að hæstv. forsrh. hallist fremur að þeirri leið. Ég held að sveitarfélögin í landinu, og það er alvörumálið, verði að gá að sér að eyða ekki um efni fram.