Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 16:30:25 (1445)

1998-11-30 16:30:25# 123. lþ. 29.3 fundur 278. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[16:30]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef kosið að koma og veita andsvar við ræðu hæstv. fjmrh. Frv. sjálft er gamall kunningi að verulegu leyti, það hefur verið fjallað um það áður í efh.- og viðskn. Margt af þessu er til samræmingar við önnur lög og annað er til bóta, en ekki eru stór efni í þessu frv. En það sem ég vildi sérstaklega spyrja um eru áhrif á tekjur ríkissjóðs. Í fylgiskjali með frv. kemur fram að það snýr að breytingum á tekjuhlið og hefur ekki áhrif á gjaldahliðina. Þannig fylgir ekki kostnaðarmat á þessu en ég vildi spyrja hæstv. fjmrh. um áhrif þess á tekjuhliðina. Munu tekjur ríkissjóðs hækka við þessa lagasetningu eða munu þær lækka? Í frv. er verið að færa ákvæði um skattlagningu jöfnunarhlutabréfa að því sem hefur verið reyndar með öðrum hætti í lögum. Eins er með samsköttun félaga eins og hæstv. ráðherra nefndi. Hér er verið að færa löggjöfina að dönskum lögum. Með önnur atriði eins og happdrættisvinningana er fest í lög venja hér á landi. Hlutabréfaafsláttur er framlengdur. Það er kannski það ákveðna pólitíska stefnumál sem hefur verið rætt um. Menn hafa verið sammála um að láta þau ákvæði standa núna um þessi áramót til að reyna að örva sparnað, en það má færa rök fyrir því að þessi afsláttur hafi nú þegar gert það gagn sem hann getur en ég sé í sjálfu sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við það. En spurning mín til hæstv. ráðherra er um áhrifin á tekjuhliðina.