Útköll björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar

Miðvikudaginn 02. desember 1998, kl. 13:39:59 (1476)

1998-12-02 13:39:59# 123. lþ. 30.2 fundur 103. mál: #A útköll björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi GHall
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 123. lþ.

[13:39]

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Ég þakka dómsmrh. fyrir þessi svör. Það vekur hins vegar upp þá spurningu þegar litið er yfir þetta ferli hversu oft þyrlurnar fara vegna aðstoðar og björgunar fólks á landi. Við vitum að oftar en ekki er verið að fara björgunarflug á landi vegna ferðamanna uppi á fjöllum og oft erlendra ferðamanna. Hefur hæstv. dómsmrh. svör við því hvernig greiðslur koma til Landhelgisgæslunnar vegna þessara verkefna? Greiða tryggingafélög Landhelgisgæslunni kostnað útkalla vegna ferðamanna? Greiða tryggingafélög útgerða Landhelgisgæslunni vegna útkalla þegar slys á Íslendingum verða um borð í skipum á hafi úti eða þegar flogið er til móts við erlend skip til að bjarga erlendum sjómönnum eða aðstoða þá? Mér finnst þetta vera orðið nokkuð umhugsunarefni þegar litið er til þess sem dómsmrh. greindi hér frá, þ.e. mikillar slysatíðni sem virðist vera í landi.

Mér finnst full ástæða til þess spyrja ef hæstv. ráðherra ætti til svör við þessu.