Efnahagsleg völd kvenna og karla

Miðvikudaginn 02. desember 1998, kl. 15:40:12 (1521)

1998-12-02 15:40:12# 123. lþ. 30.16 fundur 264. mál: #A efnahagsleg völd kvenna og karla# fsp. (til munnl.) frá félmrh., ÞHS
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 123. lþ.

[15:40]

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir:

Hæstv. forseti. Margar af þessum rannsóknum hafa einmitt leitt í ljós að t.d. eignir og annað eru yfirleitt skrifaðar á karlinn. Sé heildareign skoðuð á heimsvísu hefur komið fram að innan við 10% eigna eru skrifaðar á konur. Þetta mál er því mjög brýnt, ekki eingöngu sem rannsóknarverkefni heldur líka sem upplýsingaverkefni. Konum er oft og tíðum ekki ljós réttarstaða sín, t.d. áhrif þess að skrá húseignir og aðra hluti á bæði hjónanna. Upplýsingarnar eru ekki nægar og þyrfti að efla verulega framtak á þeim vettvangi. Ég tek því undir að þetta verði kannað og bætt jafnvel við slíkum upplýsingaverkefnum.