Tilkynningarskylda íslenskra skipa

Fimmtudaginn 03. desember 1998, kl. 10:40:43 (1533)

1998-12-03 10:40:43# 123. lþ. 32.1 fundur 260. mál: #A tilkynningarskylda íslenskra skipa# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 123. lþ.

[10:40]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan. Ég held að það sé algjörlega út í hött að bera þetta saman. Hvatirnar á bak við sjálfvirku tilkynningarskylduna og tilkynningarskyldukerfið eru að Slysavarnafélag Íslands og sjómenn á smábátum voru að byggja upp þetta kerfi til þess að auka öryggi sjófarenda og það er kjarni málsins. (Gripið fram í.) Ég hygg að við hljótum að umgangast þetta frv. út frá þeim forsendum og efni frv. og ég vil minna á það sem ég sagði áður að frumkvæðið í þessu máli lá hjá Alþingi á sínum tíma. Ég hygg þess vegna að hægt sé að segja að það skipti í sjálfu sér ekki máli hvort sjálfvirka tilkynningarkerfið í þessu formi komi til eða farið sé um gervihnetti, að það muni ekki ráða neinum úrslitum um það hversu margir vinni á strandstöðvum. Ég held að það megi ekki rugla saman öryggismálum sjómanna og því, það held ég ekki. Þetta mál er allt annars eðlis.