Tilkynningarskylda íslenskra skipa

Fimmtudaginn 03. desember 1998, kl. 11:06:33 (1541)

1998-12-03 11:06:33# 123. lþ. 32.1 fundur 260. mál: #A tilkynningarskylda íslenskra skipa# frv., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 123. lþ.

[11:06]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég hafði ekki hugsað mér að taka frekar til máls en því miður get ég ekki orða bundist. Ég mun fá tækifæri til að koma að þessari umræðu í nefndinni þegar málið kemur til hv. samgn. Ég vil ítreka að sú þekking á staðháttum sem til staðar er á strandstöðvunum er mikilvæg og má ekki vanmeta það. Ég undrast að hæstv. ráðherra skuli vera svo viðskotaillur þegar hér koma málefnalegar ábendingar í umræðunni eins og í morgun. Ég held að ég verði bara að gera ráð fyrir að hæstv. ráðherra hafi farið öfugu megin fram úr í morgun. Alla vega virkaði það eins og hann væri á einhverjum öðrum fundi en við hin sem reyndum að koma með málefnalegar ábendingar. Ég vona þó að það lagist þegar líður á daginn.