Tilkynningarskylda íslenskra skipa

Fimmtudaginn 03. desember 1998, kl. 11:25:57 (1545)

1998-12-03 11:25:57# 123. lþ. 32.1 fundur 260. mál: #A tilkynningarskylda íslenskra skipa# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 123. lþ.

[11:25]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst óþarfi að gera því skóna að handvirk tilkynningarskylda verði ekki rekin lengur en þrjú ár ef Slysavarnafélagið telur þörf á að það verði gert. Slysavarnafélagið hefur lagt verulega fjármuni fram til að tryggja öryggi sjófarenda og verið óþreytandi í sambandi við fyrirbyggjandi aðgerðir og þar fram eftir götunum og ég hygg að það sé alveg ástæðulaus ótti hjá hv. þm. að Slysavarnafélagið muni ekki halda þessari starfsemi áfram eftir þrjú ár ef þá kemur í ljós að það er nauðsynlegt. Ég hygg að þessi ótti sé með öllu ástæðulaus.