Tilkynningarskylda íslenskra skipa

Fimmtudaginn 03. desember 1998, kl. 11:36:39 (1551)

1998-12-03 11:36:39# 123. lþ. 32.1 fundur 260. mál: #A tilkynningarskylda íslenskra skipa# frv., GHall
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 123. lþ.

[11:36]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Þetta er athyglisverður flötur sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon veltir upp varðandi upplýsingaskyldu og hvernig skuli með hana farið. Ég tel að rétt sé málsins vegna að það liggi alveg ljóst fyrir hvernig farið verður með upplýsingar tengdar sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Ég tek líka undir það sem bæði hefur komið fram hjá hæstv. ráðherra og hv. þm. um nauðsyn þess að tryggt verði hvernig farið verður með upplýsingar málsins vegna, vegna þessa mikla og merkilega máls sem lýtur að sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Ég tel að það sé af hinu góða að þetta mál skuli hafa komið hér upp á borðið þannig að sjómenn megi vita með vissu hvernig farið verður með, og síðast en ekki síst til að málið fái góðan framgang.

Hitt er svo annað mál þegar fram líða stundir ef sjómenn og þeir aðilar sem með þessi mál fara á seinni stigum verða sammála um að þetta verði kannski nýtt til annarra þátta en eingöngu öryggishlutverksins. Það er bara seinni tíma mál ef svo ber undir.

En ég tek undir það að mjög nauðsynlegt er að upplýsingaskyldan sé með ákveðnum hætti þannig að ekki leiki nokkur vafi á hvernig farið verður með upplýsingar.