Leiklistarlög

Fimmtudaginn 03. desember 1998, kl. 16:24:40 (1608)

1998-12-03 16:24:40# 123. lþ. 32.7 fundur 146. mál: #A leiklistarlög# (heildarlög) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 123. lþ.

[16:24]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði ekki að verið væri að draga úr framlögum enda eru þau ákveðin á fjárlögum hverju sinni. Ég var að mótmæla því, hv. þm. Sigríður Anna Þórðardóttir, að verið væri að færa vald frá Alþingi til ráðherra, vald til þess að ákveða hverjir fá framlög ríkisins. Það er gagnrýnisvert. Það er háð duttlungum framkvæmdarvaldsins hverju sinni hverjir fá þessi framlög. Ég vil fá lagastoð, eins og verið hefur hingað til, til þess að ákveðnar mikilvægar menningarstofnanir hljóti framlög. Það er verið að kippa fótunum undan þessum menningarstofnunum með þessu frv. Ég sagði ekki að verið væri að draga úr framlögum.