Refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns

Fimmtudaginn 03. desember 1998, kl. 16:40:54 (1612)

1998-12-03 16:40:54# 123. lþ. 32.10 fundur 116. mál: #A refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns# frv., Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 123. lþ.

[16:40]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. allshn. á þskj. 323 um frv. til laga um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns. Nefndin hefur fjallað um málið og aflað um það umsagna.

Í frumvarpinu er lagt til að með lögum verði lögð ábyrgð á lögaðila vegna mútugreiðslna til erlendra opinberra starfsmanna og er lögfesting þess nauðsynleg til að unnt sé að fullgilda samning um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Fylgir frumvarp þetta frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, 115. máli, sem samhliða hefur verið til umfjöllunar í allsherjarnefnd og var til umfjöllunar hér á undan.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið skrifa Sólveig Pétursdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Hjálmar Jónsson, Jón Kristjánsson, Árni R. Árnason og Kristín Halldórsdóttir.