Leiklistarlög

Föstudaginn 04. desember 1998, kl. 14:49:59 (1663)

1998-12-04 14:49:59# 123. lþ. 33.7 fundur 146. mál: #A leiklistarlög# (heildarlög) frv., SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 123. lþ.

[14:49]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Í gildandi leiklistarlögum segir að Alþingi veiti árlega fé til stuðnings tiltekinnar leiklistarstarfsemi. Minni hluti menntmn. telur að vilji Alþingis standi enn til þess að styðja við grónar og mikilvægar stofnanir eins og Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Reykjavíkur, Bandalag ísl. leikfélaga, Íslenska dansflokkinn og Íslensku óperuna. Minni hlutinn telur að sá vilji eigi að koma fram í leiklistarlögum en ekki að vera kominn undir geðþótta framkvæmdarvaldsins hverju sinni. Þess vegna er þessi brtt. borin fram á þskj. 348. Ég segi já.