Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Föstudaginn 04. desember 1998, kl. 15:13:43 (1667)

1998-12-04 15:13:43# 123. lþ. 33.14 fundur 176. mál: #A Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., Frsm. minni hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 123. lþ.

[15:13]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Tvær spurningar til framsögumanns meiri hluta, hv. þm. Vilhjálms Egilssonar.

Fyrri spurningin er: Hver telur hann að eigi þá 13 milljarða sem eru bundnir í verðbréfum, fasteignum og öðru slíku hjá söfnunarsjóðnum?

Önnur spurningin er: Hvernig telur hv. þm. að sú skipan stjórnar að ráðherra tilnefni tvo, Landssamband lífeyrissjóða tvo, Samband almennra lífeyrissjóða tvo og BSRB tvo --- þetta eru allt aðilar sem ekki eru í tengslum við sjóðfélaga --- samræmist því að sjóðfélagarnir ráði einhverju um sín fjármál og það sem skiptir þá mestu máli í ellinni?