Viðbrögð Alþingis við dómi Hæstaréttar um stjórn fiskveiða

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 13:53:34 (1682)

1998-12-07 13:53:34# 123. lþ. 34.95 fundur 144#B viðbrögð Alþingis við dómi Hæstaréttar um stjórn fiskveiða# (aths. um störf þingsins), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[13:53]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Vegna orða hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar hér áðan vil ég að það komi skýrt fram að á föstudaginn var ekki látið á það reyna hvort sjútvn. gæti komið saman vegna þessa máls. Ég veit að það fóru fram samtöl um að menn væru reiðubúnir til að mæta til fundar hvenær sem til hans yrði boðað en á það var ekki látið reyna. Fundurinn verður hins vegar í fyrramálið. Ég verð að segja, herra forseti, að mér þykir merkilegt að hv. formaður nefndarinnar skuli reyna að vísa ábyrgðinni á þessu máli, þ.e. á fundarboðum í nefndinni, frá sér.

Á fundarboðið reyndi aldrei, herra forseti, en ég er handviss um að það hefði staðist sem formaður þingflokks jafnaðarmanna sagði hér á föstudag, ef vilji hefði verið fyrir því að kalla nefndina saman þá hefði fullmönnuð nefnd komið saman þegar á föstudag.