Frumvarp um persónuvernd

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 13:56:48 (1684)

1998-12-07 13:56:48# 123. lþ. 34.97 fundur 146#B frumvarp um persónuvernd# (aths. um störf þingsins), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[13:56]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég tel rétt að taka fram vegna orða hv. 9. þm. Reykv. að frv. um persónuvernd sem ríkisstjórnin hefur afgreitt til stjórnarflokkanna svo sem vant er tengist í sjálfu sér ekkert afgreiðslu gagnagrunnsfrv. Það er sjálfstætt mál og alveg óháð því. Þar er lagt fram frv. til laga til að bæði að bæta stöðu þessara mál og fullnægja alþjóðlegum skuldbindingu okkar á þessu sviði. Staða málsins er sú að það hefur ekki verið afgreitt úr báðum stjórnarflokkunum og liggur því ekki fyrir þinginu enn sem komið er.