Frumvarp um persónuvernd

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 13:58:09 (1685)

1998-12-07 13:58:09# 123. lþ. 34.97 fundur 146#B frumvarp um persónuvernd# (aths. um störf þingsins), HG
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[13:58]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég tek eindregið undir það sjónarmið sem kom fram hjá hv. 9. þm. Reykv. Auðvitað er brýnt að frv. um persónuvernd og vernd persónuupplýsinga verði ekki aðeins lagt fyrir Alþingi, þar geng ég lengra en hv. þm., heldur verði afgreitt á Alþingi áður en frv. um gagnagrunn á heilbrigðissviði komi til afgreiðslu í þinginu. Dagljóst er að þetta mál, persónuverndin, er eitt af lykilatriðum í sambandi við frv. sem hér á að ræða í dag. Það er ósvinna, virðulegur forseti, að ætla sér að knýja fram afgreiðslu þess máls áður en hitt, sem ætti að vera forsenda fyrir afgreiðslu, er afgreitt hér á Alþingi.