Fjáraukalög 1998

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 14:04:42 (1689)

1998-12-07 14:04:42# 123. lþ. 34.1 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[14:04]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en atkvæðagreiðsla hefst vill forseti tilkynna þetta: Á þskj. 397, í brtt. minni hluta fjárln., er talnavilla. Þar segir að breyting milli frv. og tillögu minni hlutans sé 152 millj. kr. en sú tala á að vera 146 millj. kr. Þetta er hér með leiðrétt, en búið er að prenta skjalið upp og dreifa því.

Í öðru lagi verður atkvæðagreiðslu við fjáraukalagafrv. hagað eins og við afgreiðslu fjárlagafrv. í fyrra, þ.e. fyrst verða greidd atkvæði um sundurliðanir 1 og 2 og síðan um einstakar greinar frv. en þær breytast eftir afgreiðslu á sundurliðunum.