Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:03:48 (1709)

1998-12-07 15:03:48# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:03]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að spyrja hv. þm. vegna greinar sem birtist í Morgunblaðinu sl. föstudag eftir Boga Andersen, sem er sérfræðingur í sameindaerfðafræði og lyflæknisfræði við læknadeild Kaliforníuháskóla í San Diego. Yfirskrift greinarinnar er Einkaréttur Íslenskrar erfðagreiningar --- óréttur sjúklinga og vísindamanna.

Í greininni kemur fram, með leyfi forseta, og ég vitna í hana:

,,Með öðrum orðum þá eru afleiðingar einkaréttar ÍE að sjúklingar eru sviptir ráðstöfunarrétti eigin heilsufarsupplýsinga og hann afhentur læknum og stjórnum heilbrigðisstofnana.``

Vitnað er í svar skrifstofustjóra í heilbrrn., Ragnheiðar Haraldsdóttur, þar sem segir að stofnanir muni ,,gera sérsamning við starfsleyfishafa um aðgang að heilsufarsupplýsingum``. Nú spyr ég hv. þm. hvort hún sé á sama máli og komist að sömu niðurstöðu miðað við þetta svar skrifstofustjórans í ráðuneytinu.