Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:08:18 (1713)

1998-12-07 15:08:18# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:08]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekki horft mjög langt fram í tímann í þessu efni en ljóst er að rætt hefur verið um það að bæði landlæknir og heilbrigðisyfirvöld geti notað upplýsingarnar í gagnagrunninum til að skoða í framtíðinni hvernig heilbrigðisþjónustan verði sem best. Það yrði þá væntanlega gert með ýmiss konar spurningum t.d. um hvað hugsanlega gerðist ef verð hækkaði á ákveðnum lyfjum. Hvað gerist ef þessari meðferð er beitt í sjúkraþjálfun en ekki einhverri lyfjameðferð? Ég skal ekki segja, en það eru ýmsar slíkar spurningar sem heilbrigðisyfirvöld hljóta að vera mjög spennt fyrir að nota gagnagrunninn í. Þetta eru heilmikil fræði og ég treysti mér því miður ekki hér og nú að fara mjög djúpt í alla þá fjölmörgu möguleika sem hljóta að vera uppi á borðinu í þessu sambandi.