Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:11:36 (1716)

1998-12-07 15:11:36# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:11]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja alveg eins og er að ræða hv. 4. þm. Reykn. hefur ekki skýrt mikið þetta mál. En það er eitt sérstakt atriði sem ég hef mikinn áhuga á að spyrja hv. þm. um og það er spurningin um sérleyfið eða einkarétt.

Nú hafa helstu sérfræðingar þjóðarinnar á þessu sviði komist að þeirri niðurstöðu að sérleyfið eins og það lítur út í dag fari í bága við EES-samninginn, samanber 54. gr. EES-samningsins. Í áliti meiri hlutans kemur ekkert fram þar sem gerð er tilraun til að hafna þessari niðurstöðu. Ég spyr hv. þm. þeirrar einföldu spurningar: Hvað fær meiri hlutann til að halda áfram með málið þrátt fyrir að færustu sérfræðingar okkar á þessu sviði hafi komist að þeirri niðurstöðu að þessi leið sé andstæð samningi Íslands um Evrópska efnahagssvæðið? Þetta er mjög einföld og skýr spurning. Af hverju er þessi leið farin þrátt fyrir niðurstöðu Samkeppnisstofnunar?