Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:24:05 (1727)

1998-12-07 15:24:05# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:24]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill vegna orða hv. þm. um hæstv. ráðherra fara þess á leit við hv. þingmenn að þeir gæti virðingar gagnvart hæstv. ráðherrum og hv. þingmönnum almennt.

Forseti vill árétta að beiðni þeirri er fram er komin um að hæstv. dómsmrh. verði viðstaddur umræðuna hefur þegar verið komið á framfæri og þess er að vænta að hann komi til umræðunnar fyrr en síðar.

Í öðru lagi vill forseti einnig árétta, þar sem almenn umræða hefur átt sér stað um tiltekið lagafrv., að það frv. liggur ekki fyrir þinginu. Það er ekki á valdi forseta að framkalla það til umræðunnar. Við erum að ræða dagskrá samkvæmt gagnagrunn á heilbrigðissviði. Það er stjfrv., 109. mál á þskj. 109, og það er það mál sem við ræðum hér. Annað er ekki á valdi forseta.