Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 19:15:19 (1756)

1998-12-07 19:15:19# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. 2. minni hluta BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[19:15]

Frsm. 2. minni hluta heilbr.- og trn. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Þarna erum við komin að þeim hluta umræðunnar sem er kannski nokkuð flókinn og vefst fyrir mörgum, m.a. fyrir mér. Eftir því sem manni virðist hefur hugmyndin sem slík, um þennan miðlæga gagnagrunn og nýtingu hans, byggst á að keyra saman þrenns konar upplýsingar, þ.e. heilsufarsupplýsingar, erfðafræðilegar upplýsingar og ættfræðiupplýsingar. Einhvers staðar er þá einhverju skrökvað, segi ég, herra forseti.