Svör ráðherra í utandagskrárumræðu

Þriðjudaginn 08. desember 1998, kl. 13:41:15 (1771)

1998-12-08 13:41:15# 123. lþ. 35.94 fundur 150#B svör ráðherra í utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 123. lþ.

[13:41]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Það var virðingarvert að hv. þm. sendi mér þessar spurningar í gærkvöldi þannig að mér gæfist betra ráðrúm til þess að svara. Og það var auðvitað ágætt að fjölmiðlarnir skyldu fá þær hjá hv. þm. um leið því að spurningarnar voru raktar í fjölmiðlum í morgun.

Ég reyndi hins vegar í minni fyrstu ræðu að svara öllum spurningum hv. þm. (JóhS: Ekki síðustu.) Síðasta spurningin, hv. þm., hvort ég telji rétt að stoppa söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífisins, er bara ekkert í þessum spurningum hjá hv. þm. (JóhS: Setja þak ...) Og ekki heldur neitt um þak á það, því miður, hv. þm.