Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 08. desember 1998, kl. 14:45:19 (1786)

1998-12-08 14:45:19# 123. lþ. 35.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 123. lþ.

[14:45]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Ég held að ég hafi svipaða meðalheyrn og hv. þm. Össur Skarphéðinsson (ÖS: Slaka.) og ég hefði þá álitið að jafnvel það sem hann sagði, að fyrir lægi upplýst samþykki frá 70 þúsund einstaklingum, kæmi mér á óvart ef það er rétt. Ég er ekki að bera brigður á það en það kæmi mér mjög á óvart ef það er rétt.

Hitt skal ég segja að túlkun hv. þm. á því sem stendur á bls. 20, þ.e. um 7. gr., er rétt, ég dreg það ekki í efa. En að segja að sú túlkun takmarki hvað eigi að fara inn í grunninn, það get ég ekki fallist á og hann verður þá að lesa 3. gr. í skilgreiningunum og komast að þeirri niðurstöðu væntanlega með mér að ætlast er til þess að erfðafræðilegar upplýsingar gangi inn í þennan grunn.