Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 08. desember 1998, kl. 22:49:52 (1820)

1998-12-08 22:49:52# 123. lþ. 35.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 123. lþ.

[22:49]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Enn er hv. þm. Ögmundur Jónasson dálítið dapur. En mér fannst gott að hann skyldi koma hér og eiga við mig orðastað.

Ég vitnaði raunar óbeint í álit vísindasiðanefndar sem --- ef ég man rétt --- talar um að rekstrarleyfishafinn verði ekki firrtur ábyrgðinni. Ég talaði ekki um að hann ætti að rekja sig baka til einstaklingsins, það er væntanlega nokkuð sem hann á ekki að geta. Ef það væri hins vegar tiltekinn hópur sem væri í hættu eða þyrfti sérstaka meðferð eða meðhöndlun læknisfræðilega, þá væri hægt að sjá það og bregðast við.